Tímaritið blæti
X


BLÆTI er nýtt íslenskt tískutímarit stofnað af Sögu Sigurðardóttir ljósmyndara og Ernu Bergmann hönnuði og stílasta.

BLÆTI er tímarit um konur. Um karlmenn. Um tísku. Um fegurð. Um hið ófullkomna. Um líkamann. Um vonir. Um væntingar. Um gleði. Um sorg. Um söknuð. Um ást. Um minningar. Um þrá. Um miklu meira.

Í tímaritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar heild þar sem að orðið og hið sjónræna fléttast saman og skapa áferðarfallegt og eigulegt tímarit sem er stofustáss í sjálfu sér. Við skoðum fegurðina frá mismunandi sjónarhornum og brjótum upp staðalímynd hennar. BLÆTI fagnar ófullkomleikanum. Allt er fullkomlega ófullkomið. Það eru engar reglur.

BLÆTI fangar tíðarandann. Þar mætast í einni hringiðu tískustraumar, ljósmyndin og orðið. Reykjavík eins og hún birtist einmitt núna. Í tímaritinu er lögð mikil áhersla á fagurfræði. Fegurð ljósmyndarinnar. Fegurð augnabliksins. Fegurð orðsins. Fegurð margbreytileikans.

Ætlunin er að vinna með sérvöldum aðilum. Við fáum til liðs við okkur ýmsa listamenn, skáld og myndlistarfólk til að vinna efni fyrir tímaritið. Áhersla verður lögð á fallega myndaþætti og vandaðar og áhugaverðar greinar.

Áætluð útgáfa á BLÆTI er í lok október næstkomandi. Tímaritið er hugsað sem sjálfstæð eining og er fyrirhuguð útgáfa árleg. Hugmyndin er að tímaritið verði selt í vel völdum verslunum á kostnaðarverði. Mikil áhersla er lögð á fagurfræðilegt gildi tímaritsins þar sem að hugað er að hverju smáatriði. Tímaritið verður harðspjalda, gæðaprentað úr mismunandi gæðapappír.

Fjórar konar standa að baki tímaritinu: Saga Sigurðardóttir ljósmyndari, Erna Bergmann stílisti, Helga Dögg Ólafsdóttir grafísku hönnuður og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir listfræðingur.